Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætir ÍR í fyrsta leik Íslandsmótsins
KSÍ hefur birt uppröðun á leikjaskipulagi Íslandsmóts 2. deildar karla í knattspyrnu fyrir árið 2015. Þrjú lið í deildinni næsta ár eru frá Norðurlandi, en það er KF, Dalvík/Reynir og Tindastóll. Þá eru fjögur lið frá Austurlandi, Höttur, Huginn, Leiknir F. og Sindri.
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsækir ÍR í fyrstu umferðinni. Tindastóll frá Sauðárkróki mætir Leikni frá Fáskrúðsfirði, en Stólarnir féllu úr 1. deildinni í sumar. Dalvík/Reynir fær Aftureldingu í heimsókn. Fyrsti heimaleikur KF verður gegn Aftureldingu í 2. umferð.
Í lokaumferðinni mætast svo nágrannaliðin, KF og Dalvík/Reynir á Ólafsfjarðarvelli. Hægt er að sjá allt mótið hér.