Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leitar að þjálfara

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF) auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu.
Félagið hefur á undanförnum árum leikið í 2.deild en mun næsta tímabili leika í 3.deild.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka að sér krefjandi verkefni.
Æskilegt að viðkomandi hafi aðsetur í sveitafélaginu á starfstímanum. Umsóknir og fyrirspurnir má senda á netfangið kf@kfbolti.is.  Umsóknir berist í síðasta lagi föstudaginn 7. október.

14292250_10154199205414342_2840813986617254683_n