Knattspyrnufélag Fjallabyggðar fær nýjan leikmann

Trausti Örn Þórðarson hefur haft félagsskipti yfir í KF úr Þór Akureyri. Trausti er  fæddur árið 1990.

Það var gengið frá félagsskiptum á Trausta í morgun hjá KSÍ og er það mikill styrkur fyrir KF.

Trausti spilaði 22 leiki í deild og bikar með KF síðasta sumar og skoraði 2 mörk,  þá á láni frá Þór Akureyri en gengið var frá samningi milli KF og Trausta á dögunum og hafa félagskiptin gengið í gegn. Hann spilaði svo 14 leiki fyrir Þór árið 2010 er þeir voru í 1. deild.

Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ fær hann leikheimild þann 22.02.2012.