KSÍ greiðir 453 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ vegna EM í Frakklandi. Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna. Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokks karla og kvenna í deildum s.l. 3 ár, 2014, 2015 og 2016 eða yfir það tímabil sem Evrópumótið í knattspyrnu náði yfir. Framlagið verður greitt til aðildarfélaga í tvennu lagi. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar fær 5.531.000 í sinn hlut. Önnur félag á Norðurlandi fá einnig greiðslur, Dalvík/Reynir fær rúmar 5 milljónir, Tindastóll rúmar 7 milljónir,  Völsungur rúmar 6.5 milljónir, Kormákur/Hvöt 2.5 milljónir,  Magni fær 4.5 milljónir, KA fær 11 milljónir og Þór fær tæplega 12.8 milljónir.

28756148166_737f27e803_z