Knattspyrnufélag Akureyrar(KA) verður 85 ára 8. janúar og verður haldið upp á tímamótin laugardaginn 12. janúar, en mikið verður um að vera hjá félaginu á afmælisárinu. Aðgöngumiðasala í afmælishófið er hafin í KA-heimilinu og er fólk hvatt til þess að tryggja sér miða sem fyrst. Þá verður ráðist í gerð gervigrasvallar á KA-svæðinu, sem fullyrða má að verði bylting í aðstöðu fyrir knattspyrnuiðkendur í KA.

Það voru tólf strákar sem stofnuðu Knattspyrnufélag Akureyrar 8. janúar 1928 á heimili hjónanna Margrétar og Axels Schiöth bakara, að Hafnarstræti 23; Alfred Lillendahl, Arngrímur Árnason, Eðvarð Sigurgeirsson, Einar Björnsson, Georg Pálsson, Gunnar H. Kristjánsson, Helgi Schiöth, Jón Sigurgeirsson, Jónas G. Jónsson, Karl L. Benediktsson, Kristján Kristjánsson og Tómas Steingrímsson.

KA 85 ára