Knattspyrnudeild Dalvíkur/Reynis leitar að nýjum þjálfara

Stjórn knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis ákvað í dag að samningur við Atla Má Rúnarsson, þjálfara liðsins, verður ekki endurnýjaður og mun Atli því láta af störfum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.

Atli Már tók við Dalvík/Reyni árið 2010 þegar liðið lék í 3. deildinni og kom hann liðinu upp um deild á sínu fyrra ári.

Í sumar náði Dalvík/Reynir góðum árangri í 2. deildinni og var um tíma í toppbaráttu en liðið endaði í 5. sæti 2. deildar.

Atli Már spilaði með liðinu í 3.deildinni á síðasta keppnistímabili en í sumar lék hann alls sex leiki með liðinu í 2. deildinni.

,,Stjórn knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis þakka Atla Má kærlega fyrir vel unnin störf undanfarin tvö tímabil og óskar honum góðs gengis í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni. Stjórn knattspyrnudeildar leitar nú af eftirmanni Atla,” segir í yfirlýsingu frá Dalvík/Reyni.