Í lok mars fór fram aðalfundur Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis. Þar fór fram hefðbundin dagskrá og ársreikningur 2020 var kynntur. Í tilkynningu kemur fram að rekstur félagsins sé í góðu jafnvægi, tekjur og kostnaður helst í hendur og félagið sé skuldlaust.

Ekki er mikil breyting á milli ára og eru þetta góðar fréttir eftir erfitt og krefjandi rekstrarár. Þetta eru sérstaklega góðar fréttir þar sem stærsta fjáröflun félagsins, Fiskidagurinn mikil, var ekki haldinn á árinu 2020 og verður ekki haldinn í ár, 2021, eins og kom fram í nýlegri tilkynningu.

Ný stjórn var kjörin fyrir árið 2021 og er hún eftirfarandi:
Formaður:
Stefán Garðar Níelsson
Varaformaður:
Haukur Snorrason
Meðstjórnendur:
Jón Már Jónsson
Ingvar Örn Sigurbjörnsson
Magni Þór Óskarsson

Varamenn:
Heiðar Andri Gunnarsson, Friðjón Árni Sigurvinsson, Felix Felixson.

Sindri Þórisson fer út úr stjórn Knattspyrnudeildar.