Knattspyrnudagur yngri iðkenda KF

Sunnudaginn 10. febrúar verður knattspyrnudagur í Ólafsfirði fyrir iðkendur Knattspyrnufélags Fjallabyggðar í 6. 7. og 8. flokki karla og kvenna. Krakkarnir frá Dalvík koma í heimsókn og spila við KF. 

Vonast er eftir að sem flestir taka þátt í boltanum og svo eru að sjálfsögðu allir hvattir til að fara í sund á eftir. Þetta kemur fram á heimasíðu KF – www.kfbolti.is