Klipparinn á Sigló í útvarpsviðtali

Klipparinn á Siglufirði, Jón Hrólfur Rebel Baldursson rekur Hrímnir Hár- og skeggstofuna á Sigló var í viðtalið í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Hann er spurður út i uppganginn á Siglufirði, stöðuna á skíðasvæðinu, fasteignaverð, Héðinsfjarðargöngin, móralinn, Hótel Sigló og margt fleira skemmtilegt. Viðtalið er tæplega 12 mínútur og er hægt að hlusta á það hér.