Kjördæmaþing VG í Norðausturkjördæmi

Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var haldinn á Sel-hóteli í Mývatnssveit laugardaginn 21. janúar síðastliðinn.  Fundinn sóttu félagar víðsvegar úr kjördæminu. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem rædd var kosningabarátta Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs við síðustu alþingiskosningar. Einnig fluttu ávörp þingmenn VG í Norðausturkjördæmi, Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.  VG er nú næststærsti stjórnmálaflokkur landsins og var almenn ánægja með vel heppnaða kosningabaráttu sem var bæði vel skipulögð og rekin af fjárhagslegri festu og ábyrgð.
 
Ný stjórn kjördæmisráðs var kjörin á aðalfundinum. Nýr formaður er Edward H. Huijbens (Akureyri), en aðrir í stjórn eru Guðrún Þórsdóttir (Akureyri), Inga Eiríksdóttir (Fjallabyggð), Óli Halldórsson (Húsavík), Aðalbjörn Jóhannsson (Þingeyjarsýslu) Ingibjörg Þórðardóttir (Neskaupsstað), Hrafnkell Lárusson (Breiðdal). Til vara eru Berglind Häsler (Djúpavogi) og Vilberg Helgason (Akureyri).