Kjör íþróttamanns ársins í Fjallabyggð fellur niður

Ákveðið hefur verið að verði  kjörinn Íþróttamaður Fjallabyggðar þetta árið né veittar viðurkenningar vegna árangurs í íþróttum líkt og gert hefur verið um áratuga skeið. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að ekkert íþróttafélag hefur getað haldið úti venjubundnu íþróttastarfi á árinu og aðeins örfá getað tekið þátt í mótum og keppni. Því eru litlar og í flestum tilfellum engar forsendur að byggja á til að útnefna besta og efnilegasta íþróttafólkið.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungmenna- og Íþróttasambandi Fjallabyggðar.