Kjarnaskógur á Akureyri

Upphaf skóg- og trjáræktar í Kjarnaskógi á Akureyri má rekja til ársins 1946, þegar Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk þar land undir gróðrarstöð sína. Kjarnaskógur er í dag frábært útivistarsvæði sem er stöðugt í endurbótum. Nýlega var sett þar nýtt leiktæki sem er nokkurskonar klifurgrind sem höfðar til barna eldri en 6 ára. Nýr strandblakvöllur eru í uppbyggingu, en fyrir eru tveir vellir sem eru hlið við hlið, og eru þeir mjög vel nýttir. Á svæðinu þar fyrir neðan er nýtt svæði þar sem trérunnar mynda skemmtilegt völundarhús sem hentar fyrir öll börn. Á svæðinu þar fyrir neðan eru svo borðtennisborð og salernisaðstaða. Önnur leiksvæði er einng að finna og eru yfirleitt skammt frá bílastæðum við veginn.  Einnig eru trimmtæki, upplýst trimmbraut með skíðaspori yfir veturinn. Eldri borgarar nýta sér svæðið einnig til heilsubótargöngu.

Unnið er að merkingum leiða og svæða í skóginum, en ekki eru öll svæði merkt.  Við skóginn starfa um 5 manns allt árið, en misjafnt er  hversu margir sumarstarfsmenn fást í vinnu.  Skógræktarfélag Eyfirðinga selur ýmsar tráafurðir eins og arinvið, girðingastaura, kurl, bolvið, borðvið, jólatré og margt fleira. Þeir taka einnig að sér grisun, gróðursetningu og plastleggja skjólbelti fyrir plöntun.

Akstur úr Fjallabyggð er aðeins rúmur klukkutími á þetta frábæra fjölskyldusvæði, og er þetta tilvalin dagsferð.