Kirkjutröppunum á Akureyuri hefur nú verið lokað vegna endurnýjunar á þeim og nánasta umhverfi þeirra. Áætlað er að verklok verði í október 2023.  Hafin er vinna við að moka þeim í burtu.

Löngu tímabært var orðið að ráðast í endurnýjun á tröppunum sem voru farnar að láta mjög á sjá og gátu jafnvel reynst varasamar á veturna.

Kirkjutröppurnar verða byggðar upp að nýju og steyptar í sömu mynd og þær hafa verið en um leið verður komið fyrir snjóbræðslulögnum í öllum þrepum og pöllum. Lýsing við og í tröppunum verður endurnýjuð, frárennsliskerfi komið í viðunandi lag og tryggt að merkingar séu með þeim hætti að þær auðveldi sjóndöprum og hreyfihömluðum að fara um þessa vinsælu gönguleið.