Kirkjutröppur Akureyrar handmokaðar til að spara pening

Akureyrarbær hefur ákveðið að handmoka skuli kirkjutröppurnar við Akureyrarkirkju í vetur þar sem kostnaður við upphitun þykir of hár. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu handmoka tröppurnar og bera sand á eftir því sem við á. Við þetta sparast um 5 milljónir króna. Akureyrarkirkja og tröppurnar eru eitt af kennileitum bæjarins.

Akureyri
Ljósmynd: Héðinsfjörður.is/ Magnús Rúnar Magnússon.