Annað árið í röð sáu Slysavarnadeildin á Akureyri og kvenfélag Akureyrarkirkju um sölu á friðarkertum á Akureyrarvöku síðastliðið sumar og keyptu tvö hjartastuðtæki fyrir ágóðann. Tækin voru að þessu sinni gefin Akureyrarkirkju og Glerárkirkju en í fyrra voru tæki gefin til notkunar í Íþróttahöllinni á Akureyri og í Glerárlaug.

Hjartastuðtækin eru mikilvæg öryggistæki sem hægt er að grípa til á neyðarstundu en auðvitað óskar þess enginn að þeirra verði nokkru sinni þörf.

Séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur í Akureyrarkirkju veitti gjöfinni móttöku.

Heimild: akureyri.is