Kirkjukórar á Norðurlandi syngja í Ólafsfjarðarkirkju

Kirkjukór Grenivíkur-og Laufássóknar ásamt kirkjukór Svalbarðssóknar fer í heimsókn til safnaðarins á Ólafsfirði sunnudaginn 10. mars. Þar munu kórarnir syngja við guðsþjónustu kl. 14:00 í Ólafsfjarðarkirkju undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur. Prestarnir sr. Sigríður Munda Jónsdóttir og sr. Bolli Pétur Bollason þjóna. Boðið verður upp á kaffiveitingar að lokinni guðsþjónustu. Tilvalinn sunnudagsbíltúr og alltaf gaman að heimsækja góða nágranna.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Ólafsfjarðarkirkja