Kirkjukór Grenivíkur 70 ára

Haldið var upp á 70 ára afmæli kirkjukórsins á Grenivík, sem nú er kirkjukór Laufáss- og Grenivíkursóknar 1. desember síðastliðinn . Sr. Bolli setti veisluna og söng kórinn undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur nokkra aðventu- og jólasöngva.  Björn Ingólfsson sagði sögur af kórnum og fleiri fluttu gamanmál.