Kirkjan á Grímsey brann til kaldra kola

Tilkynnt var um eld í Miðgarðakirkju í Grímsey seint í gærkvöldi. Hún varð fljótt alelda og varð ekki við neitt ráðið. Kirkjan brann því til grunna á stuttum tíma í stífri norðanátt og er að svo stöddu ekki vitað um upptök eldsins.

Kirkjan var byggð árið 1867 úr rekaviði. Hún stóð þá nær Miðgarðabænum en var færð um lengd sína árið 1932 vegna eldhættu og um leið var byggður við hana kór og forkirkja með turni. Gagngerar endurbætur á kirkjunni fóru fram 1956 og hún var endurvígð.

Heimild: akureyri.is