Kínversk sendinefnd mætti til Akureyrar til að skoða hliðarvind

Starfsmenn flugvallarins á Akureyri tóku á móti kínverskri sendinefnd í dag. Hópurinn var að taka út Akureyrarflugvöll til þess að athuga hvort hann væri hentugur fyrir hliðarvindsprófanir. Akureyrarvöllur er með ríkjandi vindáttir úr norðri eða suðri þannig að þar kemur ekki mikill hliðarvindur.

Mynd og heimild: Akureyrarflugvöllur.