KFUM og KFUK á Ólafsfirði og Dalvík

Hér á eftir fer pistill um KFUM og KFUK starfið sem boðið er upp á fyrir 4.-7. bekk á Dalvík og Ólafsfirði. Þetta er fjórða árið sem það er í samstarfi við KFUM og KFUK á Akureyri. Starfið hefst nú eftir ármót fimmtudaginn 8. febrúar.

Fjórða árið í röð eru vikulegir fundir KFUM og KFUK í boði fyrir börn í 4.-7. bekk, bæði á Dalvík og Ólafsfirði. Starfið nær yfir átta vikur á hvoru misseri, í október og nóvember á haustmisseri og í febrúar og mars á vormisseri. Leiðtogarnir koma frá KFUM og KFUK á Akureyri og er dagskráin sú sama og boðið er upp á þar. Í vetur eru það Helga Frímann og Pétur Ragnhildarson sem halda uppi dagskránni í samstarfi við sóknarprestana. Aðsókn á haustmisseri var ljómandi góð og voru yfir 40 börn skráð í starfið á hvorum stað. Margt skemmtilegt hefur verið á dagskrá og má nefna fundarefni eins og Amazing race, bandý, foreldraboð, spilafund og margt fleira.

Fundir hefjast að nýju miðvikudaginn 8. febrúar og verður fundartími sá sami og fyrir jól, í Dalvíkurkirkju kl. 16.00-16.50 og í Ólafsfjarðarkirkju kl. 17.30-18.20. Þátttaka er öllum opin og ókeypis en sóknir kirknanna standa straum af öllum kostnaði. Starfinu lýkur á vormisserinu með dagsferð í sumarbúðirnar Hólavatni laugardaginn 31. mars og vonandi verður það stór hópur hressra krakka frá Dalvík og Ólafsfirði sem slæst í för með Akureyringum í árlega vorferð KFUM og KFUK.

Allan pistilinn má lesa hér.

Texti frá Kirkjan.is