KF/Tindastóll gegn Þrótti

Í gær kepptu KF/Tindastóll gegn Þrótti frá Reykjavík í 3. flokki karla í knattspyrnu og er skemmst frá því að segja að KF drengir unnu sigur 2-0. Þetta var langþráður sigur en hann er sá fyrsti á þessu tímabili en fyrir höfðu drengirnir náð í tvö jafntefli í röð.

Það voru þeir Heimir Ingi Grétarsson og Pétur Rúnar Birgisson sem gerðu mörkin fyrir KF en þau komu í sitt hvorum hálfleiknum. Fyrst skoraði Heimir á 13. mínútu en mark Péturs kom í uppbótartíma venjulegs leiktíma í síðari hálfleik.

Strákarnir stóðu sig gríðarlega vel og spiluðu á köflum góðan og skemmtilegan fótbolta. Allir lögðu þeir hart að sér og börðust eins og ljón. Þetta er erfið deild og KF þarf á öllum stigum að halda til þess að halda stöðu sinni þar.

Nánar á www.KFbolti.is