KF/Dalvík vann Sindra

Sameiginlegt lið KF og Dalvíkur í 4. flokki karla í knattspyrnu lék við lið Sindra á Höfn í Hornafirði í gær. Leiknum lauk með 1-2 sigri KF/Dalvík. Í dag keppa þeir við lið Hattar á Egilsstöðum, en keppt verður á Fellavelli í Fellabæ.

KF/Dalvík er í fjórða sæti í sjö liða riðli, hefur unnið fjóra leiki, gert eitt jafntefli og tapað fimm leikjum. Lið hefur skorað 28 mörk en fengi á sig 40.