Sameiginlegt lið KF og Dalvíkur lék gegn Breiðabliki(2) í 3. flokki karla í knattspyrnu á sunnudag á Ólafsfjarðarvelli. Gestirnir skoruðu eitt mark í sitt hvorum hálfleiknum og fóru með 0-2 sigur af hólmi í C-riðli þriðja flokks karla.

Í liði Breiðabliks var Willum Þór Willumsson, sonur Willum Þórs Þórssonar, fyrrum þjálfara og knattspyrnumanns.

Dómaratríóið úr leiknum er vel þekkt, Róbert Haraldsson formaður KF, Nenad Zivanovic og Vladan Vukovic leikmenn meistaraflokks KF.

KF var með fimm varamenn í leiknum og var þeim öllum skipt inná.

KF/Dalvík hefur leikið 10 leiki í 3. flokki, gert eitt jafntefli og tapað 9 leikjum. Skorað 9 mörk og fengið á sig 41.