KF/Dalvík leika til úrslita á ReyCup

Lið KF/Dalvíkur í 3. og 4. flokki drengja leika til úrslita í ReyCup fótboltamótinu sem fram fer í Laugardal í Reykjavík. Báðir flokkarnir töpuðu ekki leik í sínum riðli og einnig stóðu stelpurnar  sig vel í 3. flokki. Fréttaritari síðunnar sá tvo leiki í morgun hjá drengjunum og er greinilega mikill efniviður þar á ferðinni.

4. flokkur KF/Dalvík var í flokki C-liða og spiluðu í B-riðli. Þeir léku fjóra leiki og unnu þá alla með markatölunni 20-2. Þá spilaði 3. flokkurinn í meðal C-liða í A-riðli og en þeir léku fimm leiki í riðlinum og unnu þá alla með markatölunni 19-6. Báðir flokkarnir leika úrslitaleiki á morgun. 4. flokkur spilar við Aftureldingu til úrslita og 3. flokkur við Þrótt.

3. flokkur kvenna B-liða í KF/Dalvík léku 5 leiki, unnu 2 og töpuðu tveimur og gerðu eitt jafntefli. 3. flokkur kvenna leikur gegn Gróttu/KR um 3-4 sætið.

Nánar verður greint frá því á morgun, sunnudag.

1514606_437916379729559_5571885508315603043_n 11800132_437916409729556_1276967397613560515_n 11800486_437917846396079_8026655487136205957_n