KF/Dalvík keppir á ReyCup

Fjórði flokkur sameinaðs liðs Knattspyrnufélags Fjallabyggðar og Dalvíkur spilar á ReyCup fótboltamótinu sem haldið er í Laugardal í Reykjavík. Liðið KF/Dalvík er með B og C lið í 4 flokkinum og léku nokkra leiki í dag.

B-liðið keppti einn leik við Grindavík í dag og tapaðist leikurinn 3-2. B-liðið leikur svo  tvo leiki á morgun.

C-liðið lék tvo leiki í dag, fyrst við BÍ/Bolungarvík og tapaðist leikurinn 0-3. Seinni leikurinn var við Fjarðabyggð, og var það mikill markaleikur sem endaði með 6-2 sigri Fjarðabyggðar. C-liðið leikur einnig tvo leiki á morgun.

Liðið gistir í Langholtsskóla við Laugardalinn á meðan mótinu stendur.

10525970_276812242506641_1001061096094264879_n 1610744_276812222506643_425464872254070302_n10551058_276567475864451_7140467763028986950_n