Nú er það orðið ljóst að gerðar hafa verið óhjákvæmilegar breytingar á leiktímum á leikjum okkar manna um helgina.  KF stendur í ströngu en framundan eru mjög mikilvægir leikir bæði hjá 3. flokki félagsins sem og meistaraflokki.

Laugardagurinn lítur því svona út hjá KF!

Bikarúrslitaleikur í 3. flokki karla, KF – KA. Laugardagur 8. september klukkan 12:00

Íslandsmót 2. deild karla. KF – Njarðvík. Laugardagur 8. september klukkan 17:00.

Þetta þýðir að stuðningsmenn KF fá algjöran veislu laugardag og verðum við að fjölmenna á báða þessa leiki og styðja strákana okkar áfram! Á milli leikja er hægt að skella sér í sund, út að borða eða bara slaka sér í vallarhúsinu. Aðalmálið er að allir mæti á völlinn á báða leikina og styðji KF til sigurs!

Til að mynda sem mesta stemmingu er tilvalið að allir mæti í bláu og öskri úr sér lungun.

Það verður stemming í stúkunni.

 

Innsent efni: KF/ Þorvaldur Þorsteinsson