KF verður með 2. flokk karla á Íslandsmóti 2013

Stjórn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar og meistaraflokksráð hafa tekið ákvörðun um að félagið sendi til leiks 2. flokk á Íslandsmóti og í Bikarkeppni KSÍ árið 2013. Erfitt hefur verið undanfarin ár að halda úti liði í öðrum flokki karla í KF vegna manneklu. Nú hins vegar eru fjöldinn allur af efnilegum 2. flokks leikmönnum til staðar í Fjallabyggð.

Það sem lagt verður upp með fyrir árið 2013 er eftirfarandi:

  •          Ráðinn verður þjálfari fyrir 2. flokk
  •          Samstarf verður við Dalvík með 2. flokk karla
  •          Verulegt fjármagn verður lagt í rekstur 2. flokks
  •          Flokkurinn verður skráður til leiks í Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ
  •          Gerðir verða leikmannasamningar við fleiri efnilega drengi félagsins
  •          Leikmenn 2. flokks munu æfa undir stjórn Lárusar Orra og 2. flokks þjálfara í vetur, þar til æfingahópur meistaraflokks verðu valinn fyrir sumarið 2013
  •          Powerade-mótið í janúar og febrúar
  •          Æfingaleikir í vetur
  •          Æfingaferð að vori

Þessi ákvörðun stjórnar og m.fl. ráðs er allt hluti af uppbyggingarstefnu félagsins og markmiðið er að þessir efnilegu leikmenn taki sæti í meistaraflokki á komandi árum.  Mjög mikilvægt er að haldið sé vel utan um efnilega leikmenn félagsins og að þeir skili sér upp í meistaraflokk. Þá er auðveldara að manna meistaraflokk félagsins og ekki þörf á eins mörgum aðkomumönnum ef drengirnir hverfa ekki til annara félaga eða hætti knattspyrnu iðkun, eins og hefur tíðkast undanfarin ár.

Leikmenn á 2. flokks aldrinum eru boðaðir til fundar í Vallarhúsinu á Ólafsfirði  Þriðjudaginn 13. nóv. klukkan 18:00.

Stjórn KF og m.fl.ráð.

Frétt frá www.kfbolti.is