KF og Þór 2 kepptu á Norðurlandsmótinu í knattspyrnu í gær. KF byrjaði leikinn af miklum krafti og voru komnir í 3-0 eftir 27. mínútur og útlit fyrir stórsigur. Á 37. mínútu var Heiðari Gunnólfssyni vikið af leikvelli fyrir kjaftbrúk og var því KF orðið leikmanni færri það sem eftir liði leiks. Þór 2 fóru að sækja meira og skoruðu tvo mörk í fyrri hálfleik, staðan 3-2 í hálfleik.

KF bætti við fjórða markinu á 72. mínútu og Þór 2 minnkaði muninn í 4-3 á 83. mínútu og urðu það lokatölur leiksins.

Næsti og jafnframt síðasti leikur KF í Norðurlandsmótinu fer fram á sunnudaginn klukkan 17:15 gegn Dalvík-Reyni.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.