KF vann topplið ÍR

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og ÍR mættust á Ólafsfjarðarvelli í dag. Liðin mættust í 1. umferðinni í vor og vann þá ÍR 1-0 sigur. Fyrir leikinn hafði ÍR unnið 9 leiki en KF aðeins 3. Fyrsta mark leiksins kom á 29. mínútu en það gerði Jordan Tyler fyrir KF. Átta mínútum síðar kom Gabríel Reynisson KF í 2-0. ÍR minnkaði þó muninn á 42. mínútu með marki úr vítaspyrnu, og var það enginn annar en Jón Gísli Ström sem klárað spyrnuna vel, hans 8 mark í deildinni. Staðan 2-1 í hálfleik. Undir lok síðari hálfleiks missir KF Milan Marinkovic af velli með sitt annað gula spjald en heimamenn héldu út og unnu glæsilegan 2-1 sigur á ÍR. KF er komið í 7. sæti deildarinnar eftir 12 umferðir.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.