KF vann stórsigur á Nökkva

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Nökkvi mættust í 1. umferð Mjólkurbikarsins í dag. KF tók forystuna og skoraði strax á 9. mínútu með marki frá Kristófer Andra. Á 20. mínútu skoraði Kristófer aftur, og staðan orðin 0-2. Skömmu fyrir leikhlé var Þórði Halldórssyni leikmanni Nökkva gefið rautt spjald og Slobodan Milisic þjálfari KF fékk einnig rautt skömmu síðar. Staðan var því 0-2 í hálfleik og fjörugar lokamínútur fyrri hálfleiks fyrir dómara leiksins. Í síðari hálfleik kláraði KF leikinn, Nökkvi skoraði sjálfsmark á 65. mínútu og nokkrum mínútum síðar skoraði Aksentije Milisic, og staðan orðin 0-4. Halldór Logi sem hafði komið inná sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks skoraði svo fimmta mark KF á 75. mínútu og Tómas Veigar bætti við sjötta markinu nokkrum mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu 0-6 og KF er komið í 2. umferð Mjólkurbikarsins.

Leikskýrslu má lesa á vef KSÍ.