KF vann stórsigur á heimavelli

KF og Reynir Sandgerði léku í kvöld á Ólafsfjarðarvelli. Heimamenn unnu stórsigur í þessum lykilleik í toppbaráttunni sem framundan er. Lokatölur urðu 4-0 og þar af eitt mark úr víti. Mörkin fyrir KF skoruðu:  Nenad Zivanovic, Þórður Birgisson, Agnar Þór Sveinsson og Skagamaðurinn Jón  Björgvin Kristjánsson.

Nenad skoraði fyrsta mark leiksins á 34. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik.  Á 50. mínútu skoraði Þórður úr víti og staðan orðin vænleg 2-0. KF gerði svo tvö mörk á síðustu 10 mínútum leiksins, en varamaðurinn Agnar Þór skoraði mark á 79. mínútu og hafði aðeins verið inn á í 7 mínútur, loka markið gerði svo Jón Björgvin.

Flottur heimasigur, 4-0 og KF er komið í 3. sætið með 26 stig, fjórum stigum frá toppsætinu.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.