KF vann stórsigur á Haukum á Ólafsfjarðarvelli – Umfjöllun í boði Siglufjarðar apóteks og ChitoCare Beauty

Umfjöllun um leiki KF eru í boði Siglufjarðar apóteks og ChitoCare Beauty sem eru aðalstyrktaraðilar, smellið á tenglana til að sjá vöruframboðið og þjónustu þeirra á netinu.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Haukum á Ólafsfjarðarvelli í 11. umferð Íslandsmótsins. Liðið mættust í bikarnum í lok júní og unnu Haukar þar 1-2 á Ólafsfjarðarvelli. KF hefur átt erfitt uppdráttar í deildinni í síðustu leikjum fyrir utan góðan sigur á Fjarðabyggð þar síðustu umferð. KF tapaði stórt fyrir ÍR í síðustu umferð og vildu svara fyrir þau úrslit í þessum leik og koma sér aftur á beinu brautina.

Þjálfari KF gerði nokkrar breytingar frá síðasta leik en Ljubomir Delic og Vitor Thomas komu beint í byrjunarliðið og þá var Oumar Diouck kominn aftur inn eftir meiðsli. Halldór markmaður er enn meiddur en Javon Sample hefur staðið vaktina í síðustu leikjum. KF var í 8. sæti fyrir þennan leik en Haukar í 4. sæti. Með sigri gátu KF menn fært sig nær toppbaráttunni.

Það var skýjað og tæplega 10 gráður þegar leikurinn hófst á Ólafsfjarðarvelli. Leikurinn var rétt hafinn þegar KF skoraði fyrsta mark leiksins, staðan 1-0, og Oumar Diouck gerði markið. Tæplega hálftíma síðar skoraði KF aftur og komst í 2-0, og Oumar Diouck var aftur að verki. Fleiri mörk komu ekki í fyrri hálfleik og staðan 2-0 fyrir heimamenn.

Síðari hálfleikur var líka fjörugur, Haukarnir gerðu strax tvöfalda skiptingu og settu ferska menn inná. KF skoraði eftir tæpar sjö mínútur í síðari hálfleik og voru komnir í mjög þægilega stöðu, 3-0. Það var fyrirliðinn Grétar Áki sem gerði markið.

Fyrsta skipting KF kom á 68. mínútu þegar Vitor fór útaf fyrir Þorstein Má. Áki Sölvason skoraði svo fjórða mark KF á 75. mínútu, hans fyrsta mark fyrir félagið en hann er nýkominn sem lánsmaður frá KA.

Ljubomir og Hákon Leó fengu skiptingu og Halldór Mar og Birkir Már komu inná.  Aftur datt inn mark hjá KF en það var Oumar Diouck sem var sjóðheitur og skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Staðan orðin 5-0 og Haukar gjörsigraðir. Marinó Birgisson kom inná fyrir Oumar sem fékk heiðursskiptingu þegar nokkrar mínútur voru eftir.

Frábær sigur KF í þessum leik og sterkt að halda hreinu á heimavelli. KF lyfti sér upp í 4. sæti í deildinni eftir þennan sigur.

Þrátt fyrir þennan örugga sigur þá náði KF sér í 5 gul spjöld í leiknum. Haukar fengu líka sín tækifæri í þessum leik en Javon varði allt sem kom á rammann.

KF leikur næst við Reyni Sandgerði eftir viku á Ólafsfjarðarvelli.

 

 

 

 

May be an image of 1 einstaklingur, standing og útivist

May be an image of 1 einstaklingur, playing a sport og gras

May be an image of 2 manns, people playing football, people standing og gras

May be an image of 1 einstaklingur, playing a sport og gras

May be an image of 1 einstaklingur, playing football og gras