Knattspyrnufélag Fjallabyggðar spilaði við nágrannana frá Dalvíkurbyggð í dag á Ólafsfjarðarvelli í 2. deild karla í knattspyrnu. Fyrir leikinn þá var KF búið að tryggja sitt sæti í deildinni og Dalvík/Reynir var þegar fallið. Markahæstimaður deildarinnar, Alexander Már Þorláksson gerði fernu í fyrri hálfleik og var staðan orðin 3-0 eftir 33. mínútur, en KF fékk meðal annars tvær vítaspyrnur á þeim kafla. Á 2. mínútu uppbótartíma skoraði Alexander Már sitt fjórða mark og leikurinn nánast búinn í fyrri hálfleik. Á 53. mínútu skorar Grétar Áki Bergsson sitt fyrsta mark fyrir KF í 31 leik en drengurinn er 19 ára, staðan orðin 5-0. Á 72. mínútu fær Dalvík/Reynir vítaspyrnu og minnka þeir muninn í 5-1. Á 73. mínútu kemur svo 13 ára gamall leikmaður inná í lið Dalvíkur/Reynis, en Sveinn Margeir Hauksson heitir hann og lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk, hann hefur leikið með 4. flokki og 3. flokki sameiginlegs liðs KF/Dalvíkur í sumar. Lokatökur 5-1 og KF endar í 7. sæti með 28 stig og markahæsta mann deildarinnar, Alexander Már með 18 mörk í 21 leik í sumar. Drengurinn er lánsmaður frá Fram þetta tímabilið.