Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Víkingi frá Ólafsvík í 17. umferð Íslandsmótsins. Leikið var á Ólafsfjarðarvelli í gær og var leikurinn mikilvægur fyrir bæði lið sem voru á sitthvorum enda deildarinnar. Víkingur gat með sigri komist í 2. sæti deildarinnar, en leiknar eru 22. umferðir og því hver sigur dýrmætur á lokasprettinum. KF var í næstsíðasta sæti deildarinnar og fórum stigum frá öruggu sæti.
Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.
Víkingur hafði aðeins sigrað eitt útleik fyrir þennan leik, en tapað fjórum og gert fjögur jafntefli. KF hafði tapað þremur heimaleikjum en unnið þrjá og gert tvö jafntefli. Þá var Víkingur með tvö töp í síðustu fjórum leikjum og KF var án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum. Víkingur hafði unnið heimaleikinn gegn KF 2-0 fyrri í sumar og var búist við erfiðum leik fyrir KF.
KF hefur verið að endurheimta leikmenn úr meiðslum og stilltu upp sterku liði.
Umfjöllun:
KF var sterkara liðið í fyrri hálfleik, en gestirnir þurftu að gera skiptingu á 21. mínútu þegar fyrirliði Víkings þurfti að fara að velli vegna meiðsla.
Fyrsta mark leiksins kom á 30. mínútu þegar Sævar Þór Fylkisson skoraði fyrir KF, en hann átt eftir að reynast gestunum erfiður í þessum leik.
Sævar skoraði aftur á 44. mínútu og kom KF í 2-0 á besta tíma og þannig stóðu leikar þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.
Þrír leikmenn Víkings voru á gulu spjald í fyrri hálfleik og voru því á hættusvæði í síðari hálfleik.
Það var tíðindalítið í upphafi síðari hálfleiks en þjálfari KF gerði skiptingu á 73. mínútu þegar Þorsteinn Már Þorvaldsson kom inná fyrir nýja sóknarmanninn, Victor Perez. Agnar Óli kom svo inná 79. mínútu og var fljótur að láta finna fyrir sér. Agnar skoraði á 84. mínútu fyrir KF og kom þeim í 3-0, hans annað mark í deildinni í sumar.
Víkingur minnkaði muninn þremur mínútu síðar og var staðan 3-1 þegar skammt var eftir.
KF og Sævar var ekki hættur, en hann fullkomnaði þrennuna á 90. mínútu og tryggði KF stórsigur á sterku liði Víkings, lokatölur 4-1.
KF er nú aðeins tveimur stigum frá KFG sem er í 10 sæti með 17 stig. KF þarf því að halda áfram að sækja sigra og vonast eftir að liðin fyrir ofan tapi stigum í næstu umferður.
Sævar Þór er núna markahæstur í deildinni fyrir KF með 4 mörk og er Jonas Benedikt með 3 mörk. Markaskorun hefur verið ákveðið vandamál það sem af er sumri og hefur KF aðeins skoraði 19 mörk í 17 leikjum.
Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.