KF vann KV á Ólafsfjarðarvelli

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar keppti við KV í kvöld á Ólafsfjarðarvelli í 2. deild karla í knattspyrnu og voru 155 áhorfendur á vellinum. Heimamenn komu sterkir til leiks og unnu leikinn 3-1. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir KF með marki frá Nenad úr vítaspyrnu á 37. mínútu. Halldór Árnason úr KV fékk sitt annað gula spjald á 44. mínútu og var vikið af leikvelli, KV menn því einum færri í síðari hálfleik.

Í síðari hálfleik jafnaði KV leikinn með marki frá Brynjari Orra á 57. mínútu en Jón Björgvin og Sigurbjörn Hafþórsson skoruðu tvö mörk fyrir KF í uppbótartíma og gerðu út um leikinn.  Það voru heimamenn sem voru sterkari og kláraðu sín færi, lokatölur 3-1.

KF er enn í 4. sæti, fimm stigum frá efsta sætinu og er í góðri baráttu með að komast upp um deild. Leikskýrslu KSÍ má lesa hér. Myndir frá leiknum má sjá hér.

Fyrri leikur liðanna í sumar endaði einnig 3-1 en þá vann KV leikinn í Vesturbænum.  Næsti leikur KF er gegn KFR á Hvolsvelli, sunnudaginn 19. ágúst.

Félag L U J T Mörk Net Stig
1 Völsungur 16 10 4 2 27  –  16 11 34
2 KV 16 9 4 3 31  –  15 16 31
3 HK 16 9 3 4 33  –  20 13 30
4 KF 16 8 5 3 31  –  17 14 29

Leikmenn KV áttu víst erfitt ferðalag norður, þeir voru eflaust ekki svona hressir á heimleiðinni.

Mynd: www.fckv.com