KF vann Fjarðabyggð á Eskifirði

KF og Fjarðabyggð(KFF) léku á Eskifjarðarvelli 23. júní í 2. deild karla í knattspyrnu. Staðan var 0-0 í hálfleik en undir lok síðari hálfleiks skoraði Þórður Birgisson fyrir KF og var það sigurmark leiksins.

KF lék manni færri síðasta hálftímann, en Eiríki Magnússyni var vikið af leikvelli á 67. mínútu. Mjög sterkur útisigur hjá KF en aðeins 78 áhorfendur voru á vellinum. KF er núna í 3. sæti í deildinni með 13 stig.

Næsti leikur KF er gegn HK á Ólafsfjarðarvelli laugardaginn 30. júní.

Fjarðabyggð 0-1 KF
0-1 Þórður Birgisson (’82 )
Rautt spjald: Eiríkur Ingi Magnússon (’67, KF)
Leikskýrslu KSÍ má sjá hér.