KF vann Árborg á Ólafsfjarðarvelli

KF tók á móti Árborg á Ólafsfjarðarvelli á laugardag. Heimamenn komust í 5-0 áður en Árborg lagaði stöðuna í 5-2. Sigurinn var því aldrei í hættu og gerði Gabríel Reynisson þrennu og Kristján Vilhjálmsson tvennu. Fyrir gestina skoraði Amir Cosic tvennu.

KF eiga eftir tvo erfiða leiki og geta náð 36 stigum vinni þeir báða leikina sem eftir eru. Þeir sitja nú í 8. sæti 2. deildar karla í knattspyrnu og komast ekki upp þetta árið. Gíðarleg barátt er í toppbáráttunni og geta nokkur lið farið upp þetta árið.

Í næstu umferð spilar KF við Tindastól á Ólafsfjarðarvelli og Hött á Vilhjálmsvelli í lokaumferðinni.

Mörkin skoruðu:

1-0 Gabríel Reynisson
2-0 Gabríel Reynisson
3-0 Kristján Vilhjálmsson
4-0 Gabríel Reynisson
5-0 Kristján Vilhjálmsson
5-1 Almir Cosic
5-2 Almir Cosic

Félag L U J T Mörk Net Stig
1 Tindastóll/Hvöt 20 12 3 5 45  –  32 13 39
2 Höttur 20 11 4 5 44  –  29 15 37
3 Dalvík/Reynir 20 11 2 7 44  –  44 0 35
4 Njarðvík 20 9 6 5 51  –  40 11 33
5 Afturelding 20 10 3 7 38  –  27 11 33
6 Reynir S. 20 10 2 8 53  –  46 7 32
7 Fjarðabyggð 20 9 4 7 32  –  33 -1 31
8 KF 20 8 6 6 45  –  34 11 30
9 Hamar 20 9 3 8 37  –  36 1 30
10 Völsungur 20 7 2 11 45  –  49 -4 23
11 Árborg 20 2 5 13 18  –  46 -28 11
12 ÍH 20 1 2 17 26  –  62 -36 5+