KF vann Aftureldingu á útivelli

KF vann góðan útisigur í Mosfellsbænum í gær gegn Aftureldingu 1-3. Það voru þeir Nenad Zivanovic og Halldór Logi sem gerðu mörk KF. Nenad gerði fyrst markið, Halldór Logi kom KF í 0-2 og Nenad kom svo KF í 0-3 og staðan vænleg. Birgir Ragnarsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu í 1-3 en þar við sat.

KF er í góðri stöðu í deildinni eftir 13 umferðir, liðið er í 5. sæti með 23 stig.

Næsti leikur KF er gegn Reyni Sandgerði. Leikurinn er næstkomandi miðvikudag 1. ágúst klukkan 19:00 á Ólafsfjarðarvelli.