Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Ægi frá Þorlákshöfn á Ólafsfjarðarvelli í 13. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla. KF var í næstneðsta sæti fyrir leikinn og ljóst var að sigur myndi ekki koma liðinu úr fall sæti. Ægir vann fyrri leik liðana fyrr í sumar 3-1 og vildu leikmenn KF hefna fyrir það og sækja sigur á heimavelli. Í deildinni í fyrra vann Ægir einnig sinn heimaleik og fór jafntefli á Ólafsfjarðarvelli. Liðin hafa mæst 14 sinnum á 10 árum og þekkja ágætlega til hvors annars.

Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.

Upphitun:  Ægir hafði tapað síðustu fjórum leikjum í deildinni fyrir þennan leik, eftir góða byrjun á mótinu, þá hefur liðið verið í erfiðleikum að sækja stig.  Tveir leikmenn Ægis voru í leikbanni vegna agabrota fyrir þennan leik.  KF var með sigur og eitt jafntefli í síðustu tveimur deildarleikjum og vildu strákarnir byggja ofan á það og halda áfram að sækja stig til að lyfta sér upp töfluna.  Grétar Áki er enn í meiðslum og sat meðal liðstjóra í liðstjórn í dag sem aðstoðarþjálfari ásamt formanni félagsins.

Umfjöllun:

KF stillti upp sterku liði en Ljubomir Delic var hvergi sjánlegur á leikskýrslu í þessum leik. Akil og Jonas Benedikt voru á bekknum, en aðrir reynsluboltar voru í byrjunarliðinu.

KF byrjaði leikinn vel og skapaði sér ágætis færi fyrri hálfleik. Fyrsta mark leiksins kom á 30. mínútu þegar Þorsteinn Már Þorvaldsson fyrirliði liðsins skoraði. KF hélt áfram að pressa og náði inn öðrum marki strax á 32. mínútu þegar Sævar Þór Fylkisosn skoraði sitt fyrsta deildarmark í sumar í 13 leikjum og vonandi er hann kominn í gang. Staðan 2-0 og þannig var það einnig í hálfleik.

Nenad Zivanovic þjálfari Ægis og fyrrum leikmaður KF var ekki sáttur með leik sinna manna í hálfleik og gerði þrjár breytingar til að hrista aðeins upp í leiknum strax í hálfleik. Nenad lék í tvö tímabil með KF en hefur verið þjálfari Ægis í 5 ár.

Halldór Ingvar þjálfari KF gerði ekki breytingu fyrr en á 74. mínútu þegar Jonas Benedikt kom inná fyrir Agnar Óla. Á 80. mínútu kom svo Anton Karl inná fyrir Marinó Snæ.

Fleiri urðu mörkin ekki og vann KF góðan sigur gegn Ægi og eru nú með 11 stig í næstneðsta sæti og fórum stigum frá fallsæti.

 

Siglufjarðar Apótek er aðalstyrktaraðili umfjallana um meistaraflokk KF í sumar eins og undanfarin ár. Á heimasíðu Siglufjarðar Apóteks getur þú pantað lyf og keypt vítamín og bætiefni, hjúkrunarvörur og snyrtivörur.