KF vann á KR-vellinum

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti KV á KR-vellinum í dag í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var mikilvægur fyrir KF til að tryggja sig frá botnbaráttunni. KF byrjaði leikinn betur og voru komnir í 0-2 eftir u.þ.b. 21 mínútu. Það var markahæsti maður KF, Alexander Már sem opnaði leikinn með marki á upphafsmínútum leiksins. Staðan var 0-2 í hálfleik, en heimamenn í KV minnkuðu muninn í upphafi síðari hálfleiks úr víti og staðan orðin 1-2 og mikið eftir af leiknum. Svo fór að drengirnir úr Fjallabyggð lönduðu sigri í leiknum 1-2 og hafa tryggt sig frá fallsæti þegar aðeins einn leikur er eftir af mótinu. KF er í 7. sæti og getur ekki komist ofar en það og leikur við ÍR í Breiðholtinu að viku liðinni.