KF úr leik í bikarnum

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék við Hamar í Hveragerði í kvöld í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu. Staðan var 0-0 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik komast Hamar 2-0 áður en þeir skoruðu sjálfsmark á 65. mínútu, og þar var staðan 2-1, um sex mínútum síðar komst Hamar í vænlega stöðu, 3-1, en KF minnkaði muninn nokkrum mínútum fyrir leikslok í 3-2.

Ham­ars­menn sem leika í 3. deild karla lögðu 2. deild­arlið KF,  3:2, og eru komn­ir í 16-liða úr­slit í þriðja sinn í sögu fé­lags­ins.

Leikskýrslu KSÍ má sjá hér.