KF til Grindavíkur á fimmtudaginn

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar keppir við lið Grindavíkur á fimmtudaginn 11. júlí á Grindavíkurvelli í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Grindavík féll úr úrvalsdeild í fyrra og eru efstir í 1. deild eftir 9. umferðir og þykja líklegir til að komast upp í ár. Þetta verður erfiður leikur fyrir KF, en Grindavík hefur tapað tveimur leikjum og fengið á sig 11 mörk, jafn mörg og KF í níu leikjum.