KF tekur á móti ÍR í dag

Toppliðið ÍR úr Breiðholtinu heimsækja Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í dag. ÍR hefur aðeins tapað einum leik í sumar í deildinni og fengið á sig sex mörk. Í liði ÍR er markahæsti maður deildarinnar, Jón Gísli Ström en hann hefur skorað 7 mörk í 11 leikjum, þar af 2 úr víti. ÍR vann fyrri leikinn í sumar 1-0 gegn KF en liðin skiptu með sér sigrunum sumarið 2014.

Það var góð mæting og flottur stuðningur sem strákarnir fengu á Dalvík á mánudaginn og vonandi verður mætingin og stuðningurinn ekki síðri á þessum leik.

KF – ÍR
Laugardaginn 18.júlí kl 16:00
Ólafsfjarðarvöllur
Áfram KF