KF teflir fram ungi liði á Norðurlandsmótinu

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur nú spilað þrjá leiki á Norðurlandsmótinu í knattspyrnu en leikið er í Boganum á Akureyri. KF hefur enn ekki unnið leik og aðeins skorað eitt mark í þremur leikjum en fengið á sig þrettán mörk. KF teflir fram ansi ungu liði og eru 16-17 ára strákar að fá sín fyrstu tækifæri með meistaraflokki. Hópurinn sem hefur spilað þessa leiki eru fæddir frá  árunum 1991-2000, en stór hluti enn ekki orðnir 20 ára. Þessir strákar eru því að fá dýrmæta reynslu úr þessum leikjum.

Nú um helgina lék KF gegn Þór og tapaði 0-6. Þórsarar gerðu þrjú mörk í sitt hvorum hálfleiknum og vann leikinn örugglega. Áhorfendur á leiknum voru 123.  Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.

Næsti leikur verður gegn Dalvík/Reyni, þann 31. janúar.