Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.
KF mætti Kórdrengjum á Ólafsfjarðarvelli í dag þar sem mikið var undir og gat sigurvegarinn tryggt sér sæti í 2. deildinni að ári. Leikurinn var í 19. umferð á Íslandsmótinu en leiknar verða 22. umferðir. Kórdrengir voru taplausir á útivelli í deildinni og KF aðeins eina liðið sem hafði unnið þá í deildinni fram að þessum leik.
KF var með sitt sterkasta lið fyrir utan að Ljubomir Delic var frá vegna meiðsla og Jordan var kominn aftur eftir leikbann. Þjálfari KF gerði þrjár breytingar frá síðasta leik en Jordan kom inn í byrjunarliðið en Óliver fór á bekkinn, Aksentije Milisic var kominn í byrjunarliðið en Vitor fór á bekkinn og þá var Tómas Veigar kominn í byrjunarliðið og Stefán Bjarki fór á bekkinn.
Gestirnir byrjuðu leikinn vel og komust yfir á upphafsmínútum leiksins eftir að Halldór markmaður náði ekki fyrirgjöf og skoraði Alexander Magnússon úr þröngu færi. Kórdrengir skoruðu aftur þegar rúmar 30 mínútur voru liðnar af leiknum og var það fyrirliðinn Einar Einarsson sem skoraði, en hann hefur átt mjög gott tímabil fyrir liðið og skorað 8 mörk í deildinni.
KF kom til baka og markahrókurinn Alexandar Már skoraði gott mark skömmu fyrir leikhlé eftir góða sendingu frá Jakobi Sindrasyni og minnkaði muninn í 1-2.
Bæði lið fengu færi í síðari hálfleik og var talsverð harka og pirringur í leikmönnum. Þegar síðari hálfleikur var tæplega hálfnaður þá gerði þjálfari KF tvöfalda skiptingu og sendi Vitor og Óliver inná fyrir Stefán Bjarka og Jakob. KF lagði allt í sölurnar að jafna leikinn og nokkrum mínútum fyrir leikslok kom önnur tvöföld skipting þegar Þorsteinn Már og Tómas Veigar komu inná fyrir Jordan og Aksentije. KF vildi svo fá víti í uppbótartíma þegar Grétar Áki féll niður í teignum, en dómarinn dæmdi ekkert. Í blálokin fékk KF tvær hornspyrnur og fór Halldór markvörður fram til að freista þess að skora og jafna leikinn.
Gestirnir héldu út þrátt fyrir ágætis pressu frá KF, en lokatölur urðu 1-2 og hafa Kórdrengir tryggt sér sæti í 2. deildinni og hafa nú 4 stiga forskot á KF sem eru í 2. sæti. KF hefur 6 stiga forskot á KV þegar þrír leikir eru eftir og 9 stig í pottinum.