KF tapaði stórt gegn Leikni á Austurlandi

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék í dag gegn Leikni Fáskrúðsfirði á Fellavelli í Fellabæ í Fljótsdalshéraði. Leikurinn fór fram á upphituðu gervigrasi sem var vígt árið 2008. Var þetta síðasti leikur liðanna í Lengjubikarnum í B deild, riðli 3. Það er skemmst frá því að segja að Leiknir vann leikinn 5-0, og voru yfir 3-0 í hálfleik. Leiknir F. endaði í öðru sæti riðilsins með 12 stig, en KF var í neðsta sæti með 1 stig úr fimm leikjum. Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.

fellavolur