KF tapaði stórt gegn Hetti

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti lið Hattar frá Egilsstöðum í gær. Bæði lið höfðu ekki skorað mark í fyrstu tveimur leikjunum og voru í neðri hluta 2. deildar. Í liði Hattar voru tveir fyrrum leikmenn KF, Jordan Chase Tyler og Alexander Már, markahæsti maður mótsins í fyrra, en þeir komu báðir við sögu í þessum leik.

KF skoraði strax á 6. mínútu með marki frá Zady Moise Gnenegbe. Heimamenn voru fljótir að svara fyrir sig og skoraði Alexander Már úr víti á 9. mínútu. Höttur bætti við marki á 23. mínútu og Alexander Már skoraði aftur á 45. mínútu og kom Hetti í 3-1.  Garðar Már skoraði sitt annað mark á 56. mínútu og Jordan Tyler skoraði fimmta mark Hattar á 85. mínútu. Lokatölur 5-1 fyrir Hött, sem unnu sinn fyrsta sigur. Leikskýrslu má lesa á vef KSÍ.  Næsti leikur KF er heimaleikur gegn Sindra, sunnudaginn 29. maí.