Knattspyrnufélag Fjallabyggðar spilaði við Aftureldingu frá Mosfellsbæ í dag og voru 185 áhorfendur á vellinum. Leiknum lauk með öruggum sigri Aftureldingar, 4-1. Staðan var 3-0 í hálfleik og staðan erfið fyrir KF. Afturelding skoraði þrjú mörk fyrstu 23. mínúturnar, en Alexander Aron Davorsson skoraði þrennu á þeim tíma. KF gerði tvær breytingar strax í hálfleik, en inná komu Friðrik Örn og Hilmar Símonarson fyrir Kristinn og Aksentije Milisic. Strax eftir sex mínútna leik í síðari hálfleik skoraði KF og lagaði stöðuna í 3-1 með marki frá Marko Blagojevic. Á lokamínútunni skoraði Birgir Ólafur fyrir Aftureldingu og gulltryggði sigur þeirra, 4-1. KF sigraði báða leikina gegn Aftureldingu í fyrra en nú varð breyting á. Frítt var inn á völlinn í dag.
Lærisveinar Atla Eðvaldssonar byrja því mótið á krafti með góðum heimasigri. Leikskýrslu KSÍ má sjá hér.