KF tapaði óvænt á heimavelli

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Reynir frá Sandgerði kepptu í lokaleik 16. umferðar í 3. deild karla í dag á Ólafsfjarðarvelli.  KF hefur verið í baráttunni í sumar um 2. sæti deildarinnar, en eftir slæman kafla í síðustu þremur leikjum þá hefur liðið fjarlægst 2. sætið hratt. Liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu þremur leikjum, en fengið á sig ellefu, sem sagt þrír tapleikir í röð. Í fyrri leik liðinna vann KF örugglega 0-3 á heimavelli Reynis, en liðið hefur aðeins unnið 2 leiki í sumar og var í næstneðsta sæti fyrir þennan leik og þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að sleppa við fall úr deildinni, en liðið er í keppni við Dalvík/Reyni um sæti í 3. deild. KF var með 24 stig fyrir þennan leik og Reynir var með 10 stig. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið, KF þurfti öll stigin til að halda lífi í baráttunni um 2. sæti deildarinnar og Reynir til að sleppa við fall. Reynismenn voru taplausir í síðustu þremur leikjum, gerði tvö jafntefli og vann einn leik, en náði meðal annars góðum úrslitum gegn toppliðinu Kára og Vængjum Júpíters.

Leikurinn hófst kl. 14:00, en þá var um 12 stiga hiti á flottar vallaraðstæður. Hópur gestanna úr Sandgerði var frekar þunnskipaður, en þeir höfðu aðeins tvo varamenn á leikskýrslu en þó hafa alls 31 leikmaður leikið fyrir þá í sumar í deild og bikar. KF var með frekar hefðbundið byrjunarlið en þó voru þrjár breytingar frá síðasta leik, en inná voru komnir þeir Hákon Leó, Magnús Aron og Jón Árni. Það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta og eina mark leikins á 29. mínútu, en markið gerði Serbinn Dimitrije Pobulic, hans fyrsta mark í sumar fyrir Reyni, en hann kom til liðsins í lok júlí og hefur leikið 5 leiki fyrir liðið. KF gerði þrjár skiptingar þegar líða tók á síðari hálfleik, en inn vildi boltinn ekki og því óvænt tap á Ólafsfjarðarvelli í dag þar sem 46 áhorfendur fylgdust með.

KF hefur nú tapað 8 leikjum, unnið 8 en gert ekkert jafntefli, og er eina liðið í deildinni sem hefur ekki gert jafntefli. Liðið hefur skorað 32 mörk, en fengið á sig 31 mark, sem er of mikið í þessari stuttu deild. Liðinu hefur vantað alvöru markaskorarar í sumar, en markahæsti maður liðsins er aðeins með 6 mörk í 15 leikjum, en annars er góð dreifing á hinum mörkunum. Alls hafa 25 leikmenn tekið þátt í þessum 16 leikjum. KF er nú sex stigum frá 2. sæti, en liðið er í 5. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Í næstu umferð heimsækir liðið Einherja á Vopnafirði og í lokaumferðinni á liðið heimaleik gegn Ægi.