KF tapaði og Dalvík/Reynir fallið

KF og Huginn frá Seyðisfirði kepptu í dag í 2. deild karla í knattspyrnu á Ólafsfjarðarvelli. Huginn er í toppbaráttunni og er líklegt til að komast upp 1. deild en KF er rétt fyrir ofan fallsvæðið. Fyrri leikur liðanna fór 1-0 fyrir Seyðisfirðingana en í fyrra unnu liðin sitt hvoran leikinn, svo búist var við hörku leik. KF hafði tapaði einum af síðustu fjórum leikjum í deildinni og Huginn hafði sama hlutfall. Huginn var sterkari aðilinn í leiknum og áttu yfir 20 marktilraunir þar af átta sem hittu á markið, en KF átti aðeins 7 tilraunir og fór eitt skot á markið. Þá átti Huginn 9 hornspyrnur gegn 1 KF. Staðan í hálfleik var 0-0, en þegar að um 20 mínútur voru eftir að leiknum, kom eina mark leiksins og voru það gestirnir frá Seyðisfirði sem komust í 0-1 og héldu því þannig til leiksloka. KF er nú í 8. sæti aðeins þremur stigu frá Tindastóli sem er í næst neðsta sæti. Dalvík/Reynir er fallið í 3. deildina en nokkur lið geta enn fallið úr deildinni sem er mjög spennandi á botninum eins og í toppbaráttunni.

KF á tvo leiki eftir, næsti gegn KV á útivelli og svo gegn Dalvík/Reyni á heimavelli.